Bandsintown FistBandsintown Text
Search for artists and concerts
Search for artists
Hamburger Menu Icon
Valeria Pozzo

Valeria Pozzo

Jul 26th 2018 @ Havarí

Berufjordhur, Iceland
Thursday, July 26th, 2018
7:30 PM
Havarí
Berufjordhur, Iceland
Systkinin Ösp og Örn koma frá Tjörn í Svarfaðardal þar sem tónlist hefur ávalt verið ríkjandi partur af hversdeginum. Þau hófu ung að koma fram á tónleikum ásamt foreldrum sínum, Kristjáni Eldárn Hjartarsyni og Kristjönu Arngrímsdóttur. Var því ekki að undra að þau héldu bæði í tónlistarnám, Örn í tónsmíðar og Ösp í söng og skapandi tónlist og hafa þau sett mark sitt á íslenskt tónlistarlíf, hérlendis og víðar. Þau stofnuðu saman dægurlaga og suðurríkjabandið Brother Grass og gáfu með þeim út tvær breiðskífur. Plata Aspar, Tales from a poplar tree, var tilnefnd í flokki þjóðlagatónlistar á íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Örn hefur ljáð mörgum helstu söngvurum og tónlistarmönnum landsins einkennandi gítarleik sinn, sem má t.d heyra á plötu Snorra Helgasonar, sem hlaut verðlaun fyrir þjóðlagaplötu ársins á íslensku tónlistarverðlaununum í mars 2018. Valeria Pozzo lærði fiðluleik í tónlistarháskólanum í Feneyjum. Árið 2011 fluttist hún til Lundúna til að hefja nám í söng í LCCM. Það var þá sem leiðir hennar og Aspar lágu saman. Árið 2013 kom út fyrsta smáskífa Valeriu, here I live and breathe, þar sem hún syngur og leikur á fiðlu og gítar. Hún stundar nú framhaldsnám við Goldsmiths háskólann og er að vinna að sinni fyrstu breiðskífu.