Bandsintown
get app
Sign Up
Log In
Sign Up
Log In

Industry
ArtistsEvent Pros
HelpPrivacyTerms
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tickets, Tour Dates and %{concertOrShowText}
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tickets, Tour Dates and %{concertOrShowText}

Sinfóníuhljómsveit ÍslandsVerified

823 Followers
Never miss another Sinfóníuhljómsveit Íslands concert. Get alerts about tour announcements, concert tickets, and shows near you with a free Bandsintown account.
Follow

About Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hún hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem tónleika heima og erlendis. Hljómsveitarleikur á sér ekki langa sögu hér á landi. Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar sótti Ísland heim sumarið 1926 undir stjórn Jóns Leifs og nokkru áður var stofnuð Hljómsveit Reykjavíkur sem lék af og til í höfuðstaðnum. Það var svo fimmtudagskvöldið 9. mars 1950 sem íslenskir hljóðfæraleikarar léku saman undir merkjum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í fyrsta sinn, á sviði Austurbæjarbíós undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Hljómsveitin var skipuð 40 manns, þar af fimm tré- og málmblásurum frá Þýskalandi sem voru fengnir til að leika á hljóðfæri sem enginn Íslendingur hafði náð nægilega góðum tökum á. Aðangseyrir var 20 krónur og á efnisskránni voru m.a. Egmont-forleikur Beethovens og Ófullgerða sinfónían eftir Schubert. „Hefur aldrei áður heyrst svo stór og fullkomin íslenzk hljómsveit hér,“ mátti lesa í blöðunum og var mikið rætt um fagnaðarlætin sem brutust út í lokin. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur átt samstarf við átta aðalstjórnendur: Olav Kielland, Bohdan Wodiczko, Karsten Andersen, Jean-Pierre Jacquillat, Petri Sakari, Osmo Vänskä, Rico Saccani og Rumon Gamba, sem hættir störfum sem aðalstjórnandi sveitarinnar í júní 2010. Vladimir Ashkenazy hefur löngum verið aufúsugestur á Íslandi og stýrði Sinfóníuhljómsveitinni í fyrsta sinn árið 1972. Hann hefur nú um nokkurra ára skeið verið heiðursstjórnandi og stjórnar sveitinni árlega. Þá var nýlega tilkynnt að rússneski hljómsveitarstjórinn Gennadíj Rosdestvenskíj mun taka við stöðu aðalgestastjórnanda SÍ vorið 2011. Auk þess starfar hljómsveitin reglulega með virtum erlendum hljómsveitarstjórum á borð við Eivind Aadland, Evu Ollikainen, Carlos Kalmar, James Gaffigan, Ludovic Morlot, Markus Poschner og Hannu Lintu. Sinfóníuhljómsveit Íslands er skipuð áttatíu og tveimur hljóðfæraleikurum og hana má stækka upp í ríflega hundrað þegar þörf krefur. Hún heldur um 60 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika í Reykjavík, fjölskyldutónleika, hljóðritar fyrir Ríkisútvarpið og erlend útgáfufyrirtæki, og fer í tónleikaferðir jafnt innan lands sem utan. Hljómsveitin hefur komið fram á tónleikum við góðan orðstír m.a. í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og Bandaríkjunum. Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar reglulega fyrir BIS, Chandos og Naxos-útgáfurnar. Útgáfuröð hennar með sinfóníum Sibeliusar undir stjórn Petris Sakari hlaut frábærar viðtökur og hefur selst betur en allar aðrar útgáfur sveitarinnar til þessa. Nú vinnur SÍ að því að hljóðrita hljómsveitarverk Jóns Leifs fyrir BIS-útgáfuna og tónsmíðar franska tónskáldsins Vincents d'Indy fyrir Chandos-útgáfuna. Fyrsti diskurinn í þeirri röð var tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir besta flutning sinfóníuhljómsveitar árið 2009. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum.
Show More
Genres:
Classical Music, Symphony Orchestra, Classical

No upcoming shows
Send a request to Sinfóníuhljómsveit Íslands to play in your city
Request a Show

About Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum. Hún hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem tónleika heima og erlendis. Hljómsveitarleikur á sér ekki langa sögu hér á landi. Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar sótti Ísland heim sumarið 1926 undir stjórn Jóns Leifs og nokkru áður var stofnuð Hljómsveit Reykjavíkur sem lék af og til í höfuðstaðnum. Það var svo fimmtudagskvöldið 9. mars 1950 sem íslenskir hljóðfæraleikarar léku saman undir merkjum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í fyrsta sinn, á sviði Austurbæjarbíós undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Hljómsveitin var skipuð 40 manns, þar af fimm tré- og málmblásurum frá Þýskalandi sem voru fengnir til að leika á hljóðfæri sem enginn Íslendingur hafði náð nægilega góðum tökum á. Aðangseyrir var 20 krónur og á efnisskránni voru m.a. Egmont-forleikur Beethovens og Ófullgerða sinfónían eftir Schubert. „Hefur aldrei áður heyrst svo stór og fullkomin íslenzk hljómsveit hér,“ mátti lesa í blöðunum og var mikið rætt um fagnaðarlætin sem brutust út í lokin. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur átt samstarf við átta aðalstjórnendur: Olav Kielland, Bohdan Wodiczko, Karsten Andersen, Jean-Pierre Jacquillat, Petri Sakari, Osmo Vänskä, Rico Saccani og Rumon Gamba, sem hættir störfum sem aðalstjórnandi sveitarinnar í júní 2010. Vladimir Ashkenazy hefur löngum verið aufúsugestur á Íslandi og stýrði Sinfóníuhljómsveitinni í fyrsta sinn árið 1972. Hann hefur nú um nokkurra ára skeið verið heiðursstjórnandi og stjórnar sveitinni árlega. Þá var nýlega tilkynnt að rússneski hljómsveitarstjórinn Gennadíj Rosdestvenskíj mun taka við stöðu aðalgestastjórnanda SÍ vorið 2011. Auk þess starfar hljómsveitin reglulega með virtum erlendum hljómsveitarstjórum á borð við Eivind Aadland, Evu Ollikainen, Carlos Kalmar, James Gaffigan, Ludovic Morlot, Markus Poschner og Hannu Lintu. Sinfóníuhljómsveit Íslands er skipuð áttatíu og tveimur hljóðfæraleikurum og hana má stækka upp í ríflega hundrað þegar þörf krefur. Hún heldur um 60 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika í Reykjavík, fjölskyldutónleika, hljóðritar fyrir Ríkisútvarpið og erlend útgáfufyrirtæki, og fer í tónleikaferðir jafnt innan lands sem utan. Hljómsveitin hefur komið fram á tónleikum við góðan orðstír m.a. í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og Bandaríkjunum. Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar reglulega fyrir BIS, Chandos og Naxos-útgáfurnar. Útgáfuröð hennar með sinfóníum Sibeliusar undir stjórn Petris Sakari hlaut frábærar viðtökur og hefur selst betur en allar aðrar útgáfur sveitarinnar til þessa. Nú vinnur SÍ að því að hljóðrita hljómsveitarverk Jóns Leifs fyrir BIS-útgáfuna og tónsmíðar franska tónskáldsins Vincents d'Indy fyrir Chandos-útgáfuna. Fyrsti diskurinn í þeirri röð var tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir besta flutning sinfóníuhljómsveitar árið 2009. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950 og hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum.
Show More
Genres:
Classical Music, Symphony Orchestra, Classical

Get the full experience with the Bandsintown app.
arrow